MERKIR ÍSLENDINGAR – KRISTJÁN J. JÓHANNESSON

Kristján Jón Jóhannesson, fyrrum sveitarstjóri á Flateyri við Önundarfjörð, fæddist á Flateyri þann 30. maí 1951.

Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Magnúsdóttir, f. á Flateyri 19. júlí 1911, d. á Sólborgu, dvalarheimili aldraðra á Flateyri, 20. maí 1995, og Jóhannes Jón Ívar Guðmundsson frá Mosdal í Önundarfirði, f. 6. apríl 1908, d. 27. mars 1988.

Foreldrar Sigríðar Magnúsdóttur voru hjónin Magnús Jónsson frá Auðkúlu í Arnarfirði, skipstjóri á Flateyri og síðar á Akranesi, og Bjarney Steinunn Einarsdóttir frá Núpi í Dýrafirði.

Foreldrar Jóhannesar Jóns Ívars voru hjónin Guðmundur Jóhannesson og Jónína Kristjánsdóttir, sem bjuggu í Mosdal í Önundarfirði.

Kristján Jón var yngstur af fimm börnum þeirra Sigríðar og Jóhannesar.

Systkini hans:

 1) Bjarney Steinunn ,

2) Guðfinna,

3) Kári Ævar,

4) Gíslína Jónína.

Kristján Jón kvæntist þann 22. apríl 1972 Sólveigu Dalrósu Kjartansdóttur, fædd á Flateyri þann 14. júní 1951.

Sólveig lést á heimili þeirra hjóna á Sléttuvegi 7 í Reykjavík þann 15. júlí 2005. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Pálmfríður Guðnadóttir frá Kvíanesi við Súgandafjörð, f. þar 9. september 1916, d. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 28. ágúst 1997, og Kjartan Ólafsson Sigurðsson frá Gilsbrekku í Súgandafirði; d. í Reykjavík á 51. aldursári sínu þann 25. júní 1956.

Kristján Jón og Sólveig Dalrós eignuðust tvo syni:

Sá eldri, Kjartan  f. 16.3. 1971. d. 28. 7. 2008. Hann á dæturnar Telmu Sif, f. 27.3. 1993, móðir hennar er Lára Sverrisdóttir, og Sólveigu Dalrósu, f. 10.7. 1994, móðir hennar er Heiðrún Saldís Ómarsdóttir.
Hinn yngri, Ívar f. 24.4. 1976,  kona hans er Kristín Pétursdóttir, börn þeirra eru;  Svandís Rós, f. 16. 9 2005 og Kristján Pétur f. 14. 5. 2013

Kristján Jón Jóhannesson lauk skyldunámi á Flateyri og settist eftir það á skólabekk á héraðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði. Heimkominn aftur til Flateyrar fékkst hann um skeið við beitingu. Auk þess sem hann lék í danshljómsveitinni „Æfingu“ sem fyrst kom fram þann 27. desember 1968 á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi á Flateyri.

Síðar gerðist hann verkstjóri hjá Flateyrarhreppi og var þá fenginn til þess að taka að sér starf sveitarstjóra, fyrst í afleysingum. Hann var síðan sveitarstjóri Flateyrarhrepps í 18 ár samfleytt. Þau Sólveig Dalrós fóru búnaði sínum til Reykjavíkur haustið 1996. Eftir að Kristján Jón var orðinn ekkjumaður fluttist hann aftur vestur til Flateyrar.

Kristján J. Jóhannesson andaðist á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík 3. október 2006.

Minningarathöfn um Kristján Jón Jóhannesson fór fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. október 2006. Útför hans og eiginkonu hans, Sólveigar D. Kjartansdóttur var gerð frá Flateyrarkirkju 13. október 2006.
 

F.v.: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson og Siggi Björns.
.

 



Skráð af Menningar-Bakki.

DEILA