Í gær var sagt frá þeim tímamótum sem urðu þegar Háafell setti fyrstu laxaseiðin í kvíar í Djúpinu. Í fréttinni sagði að kvíarnar væru í Skötufirði.
Halldór Halldórsson frá Ögri og fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ er ekki sammála þessari lýsingu. Hann segir að Skötufjörður sé ekki utan Skarðs. Halldór vill orða það svo að kvíarnar séu í Vigurál undan Skarðsströnd.