Rekstrartekjur Hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar á síðasta ári námu 310 m.kr og rekstrargjöld 270 m.kr. þar af voru laun og launatengd gjöld 127 m.kr. Rekstrarniðurstaðan án fjármagnstekna og -gjalda varð því 40 m.kr. Fjármagnsgjöld voru 15 m.kr. og lokaniðurstaðan jákvæð um 25 m.kr.
Framkvæmdir ársins voru 120 m.kr. að langmest leyti við Sundabakka og tekin ný langtímalán voru 273 m.kr. Afborganir landtímalána voru 41 m.kr. Bókfærðar eignir hafnarsjóðs eru nærri 1 milljarður króna og skuldir 341 m.kr.
Miklu munaði fyrir Hafnarsjóð að vegna covid voru komu skemmtiferðaskipa ekki eins og til stóð. Á þessu ári er gert ráð fyrir mun betri afkomu eða 152 m.kr. og eru áætlaðar tekjur vegna skemmtiferðaskipa 294 m.kr. Framkvæmdir ársins eru samkvæmt fjárhagsáætlun 200 m.kr.