Eftir kaup Jakobs Valgeirs ehf á 19,64% hlutafjár í Hraðfrystihúsinu Gunnvör hf hafa orðið nokkrar breytingar á hluthafahóp félagsins. Þau sem seldu voru systkinin Kristinn Þórir, Guðmundur, Ólöf Jóna og Steinar Örn.
Ísfirsk fjárfesting ehf er eftir sem áður stærsti hluthafinn með 28,35% hlutafjár samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi félagsins fyrir 2021. Það félag er að jöfnu í eigu Kristjáns G. Jóhannssonar og Ingu S. Ólafsdóttur. Langeyri ehf er næst stærsti hluthafinn með 11,39%. Eigandi þess félags er Einar Valur Kristjánsson. Hann er svo sjálfur skráður fyrir 6,89%. Kristján G. Jóhannsson er eigandi að 5,73% hlutafjár til viðbótar við eignarhlut sinn í ísfirskri fjárfestingu.
Þessir fjórir stærstu hluthafar eru eigendur samtals að 52,36% hlutafjárins í Hraðfrystihúsinu Gunnvör hf. Margrét Ingimarsdóttir er eigandi að 4,80% og Leo Jóhannsson 3,82%. Aðrir hluthafar, ótilgreint, eiga 19,39%.
Útgefið hlutafé er 186,4 milljónir króna.