Aðalfundur Harmonikufélags Vestfjarða var haldinn 20. maí s.l í Nausti að Hlíf 2. Fundurinn fór fram með hefðbundnum hætti samkvæt lögum félagsins, reikningar og skýrsla stjórnar lagðar fram, ræddar og samþykktar. Stjórnarkjör, sitjandi stjórn gaf kost á endurkjöri og var það samþykkt.
Fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs og enginn bauð sig fram, því var ákveðið að fresta formannskjöri til framhalds-aðalfundar sem boðað verður til í haust. Fráfarandi formaður mun vinna með stjórninni fram til hausts. Tillaga um árgjald rædd og samþykkt.
Dagur harmonikunnar á Þingeyri
Dagur Harmonikunar var haldinn hátíðlegur þann 7.maí s.l. í Félagsheimilinu á Þingeyri. í umsjá Harmonikukallanna á Þingeyri ásamt þeim Eddu og Lóu á Mýrum, sem spiluðu og sungu fram að hléi, en þá tóku þeir við Baldur, Villi Valli og Magnús Reynir.
Góð stemming og dunandi dans, kaffiveitingar Kvenfélagsins brugðust ekki. Rútuferð í boði Harmonikufélags Vestfjarða var frá Ísafirði og til baka að samkomu lokinni. Samkoman var vel sótt, 50-60 manns á aldrinum 2ja til 95 ára mættu og skemmtu sér vel.
Harmonikudagurinn virkar eins og gott ættarmót þar sem hittast Dýrfirðingar og nærsveitungar og skemmta sér vel.
Dagur Harmonikunar er haldinn hátíðlegur af öllum af aðildarfélögum Sambands Íslenskra harmonikuunnenda.
Myndir: Haukur Sigurðsson.