Dagpeningar hækka um allt að 30%

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins.

Dagpeningar þessir gilda frá og með 1. maí 2022. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 2/2021 dags. 28. september 2021.

 1. Gisting og fæði í einn sólarhringkr. 42.400
2. Gisting í einn sólarhringkr. 28.800
3. Fæði hvern heilan dg, minnst 10 tíma ferðalagkr. 13.600
4. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalagkr. 6.800

Dagpeningar vegna gistingar hækka um 30,3% en vegna fæðis og aksturs um 6% og vegna fæðis og gistingar um 21,1%.

DEILA