Vestfirðir í vetrarbúningi

Horft af hálendinu ofan Hestfjarðar. Hesturinn stendur aðeins upp úr.

Um síðustu helgi fór hópur manna frá Björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ ásamt fleirum í þriggja daga ferð um hálendi Vestfjarða, einkum til æfinga. Farið var á 13 – 15 snjósleðum. Hópurinn gisti tvær nætur á Laugarhóli í Bjarnarfirði í Strandasýslu og eina nótt á Hótel Ísafirði. Dagana tvo á ferð á vestanverðum kjálkanum fékk hópurinn Valþór Atla Birgisson frá Bolungavík til þess að veita leiðsögn.

Hópurinn fékk einmuna blíðu veður og gerði góða ferð um Vestfirði. Með í för var Ísfirðingurinn Haukur Örn Harðarson sem tók myndirnar.

Hestur í Hestfirði.
Vigur.
Kaldalón.
Reykjarfjörður.
Drangajökull frá Reykjarfirði. Reyðarbunga og Hrolleifsborg.
Grunnavík.
Staður í Grunnavík.
Ísafjarðardjúp. Hesturinn og Vigur blasa við.
Súgandafjörður.
Skálavík.
Útsýnispallurinn á Bolafjalli.
Horft yfir í Jökulfirði af Bolafjalli.
Galtarviti.
Galtarviti.
Reiphólsfjöll
Brjánslækur og horft yfir Breiðafjörð.
Gláma.
Dýrafjörður.
Af Breiðadalsheiði til Ísafjarðar.

DEILA