Vanhæfi kjörstjórnarmanns og framboðsfrestur



Kjörstjórnarmaður og fulltrúi í landskjörstjórn skal víkja úr kjörstjórn ef einstaklingur er í kjöri sem er eða hefur verið:

Maki kjörstjórnarmanns, sambúðarmaki, fyrrverandi sambúðarmaki eða skyldur eða mægður honum í beinan legg eða skyldur eða mægður honum að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar.

Til skýringar er hér mynd og ef frambjóðandi tilheyrir einhverjum af þeim sem taldir eru upp á myndinni, telst kjörstjórnarmaður vanhæfur samkvæmt kosningalögum.

Frestur til að skila framboðum vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara 14. maí 2022 er til kl. 12 á hádegi föstudaginn 8. apríl.

DEILA