Uppskrift vikunnar – Sumarið er tíminn!

Sumarið er vonandi á næsta leiti enda stutt í Sumardaginn fyrsta og því fannst mér tilvalið að velja uppskrift vikunnar gott og einfalt sumarsalat. Þetta salat er bæði gott sem aðalréttur eða forréttur. Vona að ykkur finnist það jafn gott og mér.

Sumarsalatið

Innihald:

Klettasalat

Jarðarber

Rauðlaukur

Vatnsmelóna

fersk basilika

Möndluflögur

Ostakubbur eða sá ostur sem ykkur finnst bestur

Dressing

2 msk. ólífuolía

1 msk. balsamik

1 tsk. sykur

Sítrónusafi

Smá skvetta salt og pipar

Aðferð:

Klettasalat er sett í botninn og svo er jarðarberjum, melónu, basilíku og rauðlauk bætt ofan á.

  • Möndluflögum og fínt skornum ostakubbi er síðan dreift yfir.
  • Magnið fer eftir fjölda matargesta og hvort um sé að ræða meðlæti eða aðalmáltíð.
  • Innihald dressingarinnar fer allt í skál og hrært saman.

Berið sumarsalatið fram með gómsætri dressingunni.

Njótið vel og vonandi gleðilegt sumar!

Halla Lúthersdóttir.

DEILA