Kosningarétt við kosningar til sveitarstjórnar eiga;
- danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga skráð lögheimili í sveitarfélaginu,
- aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga skráð lögheimili í sveitarfélaginu.
Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eru 31.702 erlendir ríkisborgarar með kosningarétt við komandi sveitarstjórnarkosningar.
Tíu fjölmennustu hópar erlendra ríkisborgara á kjörskrá við sveitarstjórnarkosningarnar eru:
1. | Pólskir ríkisborgarar á kjörskrá | 13.542 | ||
2. | Litáískir ríkisborgarar á kjörskrá | 2.902 | ||
3. | Lettneskir ríkisborgarar á kjörskrá | 1.269 | ||
4. | Rúmenskir ríkisborgarar á kjörskrá | 1.155 | ||
5. | Þýskir ríkisborgarar á kjörskrá | 971 | ||
6. | Danskir ríkisborgarar á kjörskrá | 857 | ||
7. | Portúgalskir ríkisborgarar á kjörskrá | 856 | ||
8. | Breskir ríkisborgarar á kjörskrá | 788 | ||
9. | Spænskir ríkisborgarar á kjörskrá | 696 | ||
10. | Filippseyskir ríkisborgarar á kjörskrá | 679 | ||
Á vef Fjölmenningarseturs má finna gagnlegar upplýsingar um framkvæmd kosninga á ensku og fleiri tungumálum,