Skíðavikan 2022 verður sett með pompi og prakt á Silfurtorgi á miðvikudaginn 13. apríl.
Setningin hefst með því að lúðrasveit T.Í. marserar frá Ísafjarðarkirkju kl. 16:45 og blæs svo inn fjörið á Silfurtorgi kl. 17. Þar tekur uppistandarinn Villi Neto við og svo stuðbandið Celebs.
Skíðafélagið verður með kökusölu, kakó og kruðerí á torginu.
Kl. 17:30 hefst Sprettganga Aurora-Arktika.
Keppnin er útsláttarkeppni
Aldursflokkar: 11 ára og yngri og 12 ára og eldri
Hefst á horninu á Pólgötu og Hafnarstræti
Mark á Silfurtorgi,
Skráning fer fram á info@aurora-arktika.com eða í Auroru búðinni Hafnarstræti 8
