Í fréttum Ríkisútvarpsins kemur fram að vegna rannsóknar á málum tengdum Innheimtustofnun sveitarfélaga sé lið frá embættinu á Ísafirði.
Tíu lögreglumenn og sérfræðingar á vegum embættisins eru að störfum við skýrslutökur og húsleit og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Bragi Axelsson, forstöðumaður útibús stofnunarinnar á Ísafirði, verið handtekinn.
Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfesti í samtali við fréttastofu að embættið væri í aðgerðum en vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið.