Halla Signý: sveitarfélög veikburða gagnvart laxeldisfyrirtækjum

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþm.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþm. segir að vægi eins stórs fyrirtækis í þessari atvinnugrein í samtali og samningum við veikburða sveitarfélög er mikið. Bæjarins besta innti hana eftir því hvernig hún sjái fyrir sér að  laxeldisfyrirtæki stjórni landssvæðum eins og hún sagði hættu á að gæti gerst í framsöguræðu sinni fyrir þingsályktun um eignarhald í laxeldi. Hún vísar til þess að takmarkanir séu á tærð fyrirtækja í sjávarútveginum og aðlaxeldið sé sambærilegt.

Hún segir að laxeldi er fjárfestingafrek atvinnugrein og „það er augljóst að öflugt fyrirtæki er betur í stakk búin að standast allar öryggis- og umhverfiskröfur. Sérstaklega á Vestfjörðum sjáum við að Fiskeldið getur orðið stærsti atvinnuvegurinn þegar allt er komið á fullt skrið og því mikilvægt að góð samvinna við byggðalög og þjóðfélagið í heild.“

Halla Signý Kristjánsdóttir var einnig innt eftir því hvaða rök standa einkum til þess að takmarka erlent eignarhald ,sérstaklega í ljósi þess að laxeldið á Íslandi hefur verið byggt upp af erlendum aðilum með erlendu fjármagni.

„Við erum á mótunartíma þessar atvinnugreinar hér á landi og  við þurfum að spyrja okkur hvort við viljum halda áfram á sömu leið eða tryggja með lagasetningu að laxeldi á Íslandi verði ekki í eigu örfárra aðila, að fjölbreytni ríki í greininni og að eignarhald verði staðbundið.

Við framþróun laxeldisfyrirtækja á Íslandi þarf að horfa til byggðasjónarmiða og sjá til þess að eldið skili tekjum til þeirra samfélaga þar sem fyrirtækin eru staðsett. Eg er svo sannarlega hlynnt laxeldi á Íslandi en tel þýðingarmikið að greinin verði ekki í eigu örfárra aðila. Laxeldi á Íslandi verður að vaxa og dafna í sátt við umhverfi og samfélag.

Varðandi erlent eignarhald þá verðum við bara að taka afstöðu til þess og ég sé fyrir mér að þetta hvoru tveggja myndi renna inn í sefnumótunarvinnu sem á að fara á stað um fiskeldið hér á landi í Matvælaráðuneytinu.“

DEILA