Matvælastofnun hefur breytt rekstrarleyfi Háafells fyrir eldi í Ísafjarðardjúpi. Breytingin felur í sér að bæta við regnbogasilung sem tegund og hafa þannig leyfi til þess að ala bæði lax (frjóan og ófrjóan) og regnbogasilung í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi.
Úttekt starfsstöðvar hefur farið fram og staðfestir Matvælastofnun gildistöku rekstrarleyfis Háafells, FE-1171a og FE-1171b, en starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Gildistími rekstrarleyfisins helst óbreyttur og er til 25. júní 2037.
Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.
Hámarkslífmassi skv leyfinu er 6.800 tonn.