Kvennaráðstefna ASÍ „Fitjum upp á nýtt“ var haldin dagana 7. og 8. apríl síðastliðinn undir yfirskriftinni „Örugg afkoma og velferð kvenna“.
Meginmarkmið ráðstefnunnar var að efla tengslanet kvenna og styrkja konur til meiri áhrifa innan verkalýðshreyfingarinnar.
Í fyrsta sinn í 106 ára sögu Alþýðusambandsins er kvennaráðstefnan haldin undir forystu kvenforseta. Í karllægri verkalýðshreyfingu skiptir máli að konur séu í forsvari til jafns við karla. Innlegg þátttakendanna, sem flutt voru á ráðstefnunni, sneru að öryggi kvenna á vinnustöðum, vanmati á vinnuframlagi kvenna, bæði launuðu og ólaunuðu, og afkomu kvenna á efri árum.