Þessi uppskrift er afskaplega einföld og þægileg. Auðvitað eins og með allar svona uppskriftir er um að gera að leika sér með innihaldið.
Ég nota oft bara það grænmeti sem til er og ég hef líka breytt út af vananum og notað öðruvísi osta, um að gera að prufa bara og finna út hvað hverjum og einum finnst best.
Innihald
800 g ýsa eða þorskur, ég nota frekar þorsk
100 g íslenskt smjör til steikingar
1 stk. brokkolíhaus
1 stk. blómkálshaus
2 stk. rauðar paprikur
1 stk. gul paprika
1 stk. poki rifinn Mozzarella
500 ml rjómi
200 g rjómaostur
Aðferð:
• Skerið paprikuna, blómkálið og brokkolíið smátt niður.
• Setjið 100 g íslenskt smjör á pönnu og steikið grænmetið í 10 mínútur.
• Hellið rjóma yfir grænmetið og 200 g af rjómaosti.
• Kryddið með salti og pipar og látið sjóða saman á vægum hita í 5 mínútur.
• Skerið fiskinn í passlega stóra bita, setjið í eldfast mót og hellið sósunni yfir fiskinn.
• Í lokinn er Mozzarella osti stráð yfir allt saman.
• Bakið í ofni á 180°C á blæstri í 25 mínútur.
Halla Lúthersdóttir