Uppskrift vikunnar – Blómkálssteik

Eftir síðustu viku með tilheyrandi kjötáti fannst mér sniðugt að hafa léttan grænmetisrétt þessa vikuna. Þessi uppskrift er fyrir 2-3 og hentar mjög vel sem forréttur eða snarl. Fínn forréttur ef að þið getið ekki hugsað ykkur að sleppa kjötinu.

Innihald:

Blómkálssteik

1 blómkálshaus

ólifuolía

hvítlaukssalt

salt og pipar

Skerið blómkálið niður í bita. Setjið á ofnplötu og hellið um 2 msk af ólifuolíu yfir blómkálið og dreyfið úr því. Kryddið með hvítlaukskryddi, salti og pipar. Setjið í 180c heitan ofn í 15 mínútur eða þar til blómkálið er farið að brúnast. Takið úr ofni og kælið lítillega. Berið fram með sesamfræjum, vorlauk og chili mayo.

Chili Mayo

3 msk majones

1-2 tsk Shriraca sósa

Blandið saman og berið fram með blómkálinu

Verði ykkur að góðu og njótið vel!

Halla Lúthersdóttir.

DEILA