Ný kosningalög tóku gildi í byrjun þessa árs, lög nr. 112/2021. Lögin gilda um kosningar til sveitarstjórna sem fram fara þann 14. maí næstkomandi.
Allnokkur nýmæli eru í lögunum, meðal annars þau að þegar framboðslista er skilað til yfirkjörstjórnar skal honum fylgja staðfesting á skráðu heiti og listabókstaf nýrra stjórnmálasamtaka.
Um skráningu stjórnmálasamtaka er fjallað í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006, þar sem segir að ríkisskattstjóri skrái stjórnmálasamtök og starfræki stjórnmálasamtakaskrá.
Hyggist stjórnmálasamtök bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí nk., þurfa þau að vera skráð í stjórnmálasamtakaskrá. Allar upplýsingar um umsóknarferlið er að finna inn á vefsíðu ríkisskattstjóra, sjá eftirfarandi hlekk: https://www.skatturinn.is/fyrirtaekjaskra/felagasamtok-og-onnur-felog/stjornmalasamtok/