Salome Katrín með tónleika á Ísafirði á laugardaginn

kajasigvalda

Ísfirðingurinn Salóme Katrín, Akureyringurinn RAKEL og Árósamærin ZAAR fagna útgáfu splitt-skífunnar, While We Wait, með tónleikaferðalagi um landið. Þær verða á Græna Hattinum á Akureyri þann 3. mars og  í Turnhúsinu á Ísafirði þann 5. mars. Að lokum verða svo tónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 25. mars.

Þann 25. febrúar gáfu þær út splitt-skífuna, While We Wait, sem samanstendur af sjö lögum, tveimur eftir hverja tónlistarkonu og einu sem þær sömdu í sameiningu og er einmitt titillag plötunnar. Á tónleikunum verður platan leikin í heild sinni auk eldra efnis frá tónlistarkonunum þrem.

Húsvíkingurinn Axel Flóvent mun hita upp fyrir tríóið á Akureyri og Ísafirði. 

Salóme Katrín, RAKEL & ZAAR búa allar og starfa í Reykjavík. Þær kynntust við nám í tónlistarskóla FÍH árið 2018 þegar Sara kom sem skiptinemi frá Danmörku og hafa verið óaðskiljanlegar síðan – bæði sem vinir og sem tónlistarkonur. Síðastliðin ár hafa þær allar stigið fram á sjónarsviðið á ólíkum tímum. ZAAR gaf út stuttskífuna sína Lost My Sense of Humour árið 2019, Salóme Katrín fylgdi svo með stuttskífunni Water árið 2020 og RAKEL gaf út stuttkífuna Nothing Ever Changes árið 2021.

Hægt er að nálgast miða á tónlikana á Turnhúsinu á Ísafirði 5. mars: https://tix.is/is/event/12761/rakel-salome-katrin-zaar-while-we-wait-utgafutonleikar-i-turnhusinu-a-isafir-i/

DEILA