Matvælastofnun samþykkir breytingu á rekstrarleyfi Háafells í Ísafjarðardjúpi

Ísafjarðardjúp. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að breyttu  rekstrarleyfi fyrir Háafell ehf. vegna sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi.

Um er að ræða breytingu á rekstrarleyfi með 6.800 tonna hámarkslífmassa á laxi og ófrjóum laxi. Breytingin felur það í sér að hægt verður að ala regnbogasilung samhliða, eða í staðinn fyrir frjóan eða ófrjóan lax. Hámarkslífmassi, staðsetningar eldissvæða og eldisskilyrði verða óbreytt.

Samkvæmt 10. gr. laga nr. 71/2008 um fiskeldi ber Matvælastofnun að gefa út aðskilin rekstrarleyfi fyrir lax og ófrjóan lax þegar umsóknaraðili hyggst vera með eldi á bæði frjóum og ófrjóum laxi. Hámarkslífamassi beggja leyfa samanlagt má aldrei fara yfir 6.800 tonn á hverjum tíma.

Í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 540/2020 helst gildistími rekstrarleyfanna óbreyttur og er til 25. júní 2037.

DEILA