Karfan: Vestri gersigraði Þór Akureyri

Körfuknattleikslið Vestra í karlaflokki gerði góða fer til Akureyrar í gærkvöldi. Liðið lék þar við Þór í Subway deildinni og hafði öruggan sigur 44 stiga sigur 117: 73.

Vestri gerði fleiri stig í öllum fjórum leikhlutunum og leiddi í hálfleik með 10 stigum. Þriðja leikhlutann vann Vestri með 12 stigum og vann svo lokaleikhlutann með 22 stigum.

Fyrir leikinn var Þór fallið úr úrvalsdeildinni en Vestri heldur vonum sínum um að forðast fall á lífi með sigrinum. Liðið er í 11. sæti af 12 með 8 stig eftir 18 leiki. Eftir eru fjórir leikir og næstu lið fyrir ofan Vestra eru með 14 stig.

Vestri: Ken-Jah Bosley 27/7 fráköst, Marko Jurica 24/7 fráköst, Arnaldur Grímsson 22/15 fráköst, Rubiera Rapaso Alejandro 19/7 stoðsendingar, Hilmir Hallgrímsson 11/5 fráköst, Nemanja Knezevic 6/6 fráköst, Hugi Hallgrimsson 6/6 fráköst, Krzysztof Duda 2, Friðrik Heiðar Vignisson 0, James Parilla 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0.

DEILA