Vestfjarðastofa í samstarfi við Austurbrú, Landshlutasamtökin, Vegagerðina og Byggðastofnun stendur fyrir könnun um Loftbrú.
Loftbrú er úrræði stjórnvalda til að bæta aðgengi landsbyggðarinnar að miðlægri þjónustu í höfuðborginni.
Einstaklingum, sem eiga lögheimili innan skilgreinds svæðis, býðst 40% afsláttur af heildarfargjaldi fyrir allt að 6 flugleggi (3 ferðir fram og til baka) á ári.
Afslátturinn er nýttur með því að sækja sérstakan kóða á vefsvæði loftbru.is. Vegagerðin heldur utan um vefsíðuna og umsýslu með Loftbrú.
Könnuninni er ætlað að meta reynslu notenda, það sem hefur reynst vel og finna þætti sem betur mega fara í útfærslu úrræðisins