Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða: kostnaður 46,5 m.kr.

Lagður hefur verið fram ársreikningur 2021 fyrir Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. Tveir starfsmenn eru við eftirlitið. Stærsti útgjaldaliðurinn er launakostnaður og er hann 37,2 m.kr. Ferðakostnaður er 2,2 m.kr. og annar kostnaður 7,2 m.kr. þar af er rannsóknarkostnaður langstærstur eða 4 m.kr. Sérstekjru eru 4,2 m.kr. svo rekstrarkostnaður nettó er 42,6 m.kr.

Eftirlitsgjöld standa undir 30,7 m.kr. af þessum kostnaði og sveitarfélögin greiða það sem upp á vantar 11,8 m.kr. Því er deild niður í samræmi við íbúafjölda þeirra.

Öll níu sveitarfélögin á Vestfjörðum standa að Heilbrigðiseftirliti vestfjarða.

Heilbrigðiseftirlitinu er ætlað að vinna að bættu heilbrigðiseftirliti á svæðinu, annast fræðslu fyrir almenning og efla samvinnu við önnur yfirvöld og aðila sem vinna að þessum málum.

DEILA