Villikettir Vestfjörðum boða til félagsfundar miðvikudaginn 16. febrúar kl. 17.
Fundurinn verður haldinn á Edinborg-Bístró, á efri pallinum í salnum.
Nýir félagar er boðnir velkomnir á fundinn og vonumst er til að sem flestir núverandi meðlimir mæti.
Kynning verður á starfsemi félagsins og sagt verður frá því sem hefur áunnist og hvað er fram undann.
Fólki gefst færi á að skrá sig á lista sjálfboðaliða, en meðal þess sem þarf að gera er að handsama ketti, sinna þeim, fóstra tímabundið og sinna gjafastöðvum.
Villiketti Vestfjörðum starfa undir merkjum Dýraverndunarfélagsins Villikatta. Markmið félagsins er að hlúa að villi- og vergangsköttum á svæðinu, útvega þeim skjól og matargjafir. Félagið starfar eftir TNR hugmyndafræðinni.