Vesturbyggð: Iða Marsibil hættir í bæjarstjórn í vor

Iða Marsibil Jónsdóttir, oddviti Nýrrar sýnar í Vesturbyggð, sem vann meirihluta í síðustu bæjarstjórnarkosningum, hefur ákveðið að fara ekki fram aftur. Hún greindi frá þessu á Facebook síðu sinni fyrr í dag.

Hún segir að nú taki við nýr kafli hjá henni, „ég hef hafið MBA nám og tekið við nýju starfi sem krefst þess að ég verð með annan fótinn fyrir sunnan og hinn fyrir vestan fram að kosningum. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég hef átt fyrir vestan að þessu sinni, hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er einnig þakklát fyrir það traust sem við á lista Nýrrar-sýnar hlutum í síðustu kosningum. Ég mun halda áfram að fylgjast með og sinna skyldum mínum sem varaþingmaður Framsóknar í kjördæminu og vona að íbúar hiki ekki við að taka samtalið ef eitthvað er sem ég get stutt við á þeim grundvelli.“

DEILA