Vegagerðin: vegir lokaðir í nótt

Frá Kletthálsi.

Vegagerðin tilkynnti í gærkvöldi að búast mætti við að vegir á Vestfjörðum yrðu á óvissustigi, jafnvel lokaðir vegna veðurs í dag, mánudag.

Á Ströndum, sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum er lokun boðuð frá kl 5 í morgun og boðaðar nýjar upplýsingar um hádegisbilið, en búast megi við að fjallvegir verði lokaðir fram eftir degi og jafnvel allan daginn. Í Reykhólasveit er lokun frá kl 4 og nýjar upplýsingar boðaðar kl 11. Þar má einnig búast við að fjallvegir verði lokaðir fram eftir degi eða allan daginn.

Boðuð er lokun á Súðavíkurhlíð og á Flateyrarvegi frá miðnætti og nýjar upplýsingar kl 13.

Útgefið lokunarplan Vegagerðarinnar.

Baldur: fyrri ferðin fellur niður

Þá barst í gærkvöldi tilkynning frá Breiðafjarðarferjunni Baldri um siglingar í dag.

Vegna slæmrar veðurspár og mikil ölduhæð á morgun, mánudaginn 07.02.2022,  þá verður fyrri ferðin Baldurs aflýst.

Stefnd er að sigla seinni partinn 15.00 frá Stykkishólmi og 18:00 frá Brjánslæk, en munum við taka stöðu á því í fyrramálið.

DEILA