Ástanda vega í Vestur Barðastrandarsýslu er víða orðið mjög bágborið einkum vegna aukinnar þungaumferðar í kjölfar uppbyggingar laxeldisins á svæðinu. Sveitarfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum vekja athygli á því í ályktun að síðustu 3 mánuði hafi orðið fjórar bílvelltur á veginum um Mikladal og segja þau að „vegurinn um Mikladal [sé] ónýtur, vegurinn siginn og vegaxlir illa farnar.“
Pálmar Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vestursvæði segir að ástandið á Bíldudalsvegi milli Patró og Bíldudals sé orðið mjög krítískt en ekki hefur verið gefin út nein heildar úttekt á kaflanum þarna á milli en hann er í vöktun. „Búið er að hanna 5 km kafla um Mikladal sem er verstur og vonast til að það náist að fjármagna þær framkvæmdir sem fyrst.“