Mengunarvarnarbúnað má ekki fjarlægja eða gera óvirkan

Mengunarvarnarbúnaður gegnir því hlutverki að draga úr mengun frá ökutækjum og er því mikilvægur fyrir umhverfið.

Samgöngustofa áréttar að óheimilt er að óvirkja og/eða fjærlægja þennan búnað úr ökutækjum. Sé mengunarvarnarbúnaður ökutækis í ólagi þarf að láta laga hann. Annar tengdur búnaður s.s. sótsía, hvarfakútur og AdBlue skal vera til staðar í þeim ökutækjum sem slíkt nota.

Byggir þetta 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 ásamt 18. gr. liðar 17 í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 með síðari breytingum en þar segir:
„Óheimilt er að fjarlægja búnað sem er til að draga úr útblástursmengun. Skemmist slíkur búnaður eða dragi verulega úr virkni hans skal þegar endurnýja hann.“

Viðurlög við þessu er sekt skv. viðauka I í reglugerð nr. 1240/2019 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.

DEILA