Listeria monocytogenes greindist í sýnum af reyktum laxi og reyktum regnboga sem framleiddur var undir nafni Ísfirðings. Dreifing og sala afurðanna hefur verið stöðvuð. Reykti laxinn ætti því ekki að vera í dreifingu í verslunum en neytendur gætu átt vöruna í frysti eða kæli.
Fiskvinnslan Hrefna hefur tilkynnt Matvælastofnun að vegna varúðarsjónarmiða sé varað við neyslu og innkalla vöruna frá neytendum. Innköllunin nær til dagsetningarinnar „Síðasti notkunardagur“ 14.02.2022. Þessi framleiðslulota var framleidd í desember, fryst hjá framleiðenda og sett á markað í janúar. Lotan var fyrst sett á markað í desember með síðasta notkunardegi 14.01.2022 og því er einnig varað við neyslu hennar.
Matvælastofnun varar við neyslu á einni lotu af marineraðri síld frá fyrirtækinu Ora ehf. vegna hættu á glerbroti. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes innkallað framleiðslulotuna af markaði.
- Vörumerki: ORA
- Vöruheiti: Marineruð síld 590g
- Lotunúmer/best fyrir dagsetning: L94046, BF: 16/06/2022