Út er komin ársskýrsla ársins 2021 fyrir FABLAB á Ísafirði sem er starfrækt hér í húsnæði MÍ.
Á síðasta ári urðu talsverðar breytingar á aðkomu að rekstri FABLAB.
Nýsköpnarmiðstöð Íslands var lögð niður og í stað hennar komu ráðuneyti nýsköpunar og ráðuneyti mennta og menningarmála inn í samstarf um rekstur á FABLAB ásamt MÍ og sveitarfélögunum á norðanverðum Vestfjörðum.
Við þessa breyting fékkst meira fjármagn til rekstursins og hægt var að ráða einn starfsmann til viðbótar í smiðjuna. Svavar Konráðsson, nýr starfsmaður hóf störf sem verkefnastjóri og kennari í september og Þórarinn Bjartur Breiðfjörð starfar áfram sem forstöðumaður FABLAB.
Fab Lab smiðjur eru frábær vettvangur til nýsköpunar og eru búnar tölvustýrðum tækjum og tólum til þess að gera frumgerðir og efla þekkingu á stafrænni framleiðslutækni.
Allar Fab Lab smiðjurnar bjóða opnunartíma fyrir almenning þar sem einstaklingum gefst kostur á að nýta sér tæki og tækni smiðjanna með aðstoð starfsmanna á hverjum stað.