Uppskrift vikunnar : salat

Er ekki kjörið að hafa uppskriftina í hollari kantinum svona eftir sukkið yfir hátíðarnar.

Má samt ekki verða of hollt, þetta er mjög gott salat sem mér finnst að minnsta kosti aldrei svíkja.

Þægilegt líka að hafa ekki mikið fyrir matnum þegar nóg er búið að vera gera í eldhúsinu yfir hátíðarnar.

Innihald:

150 g klettasalat
2 kúlur Mozzarella ostur
300 – 400 g hráskinka
1 askja kirsuberjatómatar
8 – 10 jarðaber
Ristaðar furuhnetur, magn eftir smekk
Balsamik gljái

Aðferð: Leggið klettasalatið á fallegan disk, skerið Mozzarella ostinn í jafnstóra bita og dreifið ofan á salatið. Setjið hráskinkuna yfir salatið og skerið jarðaber og tómata smátt og dreifið yfir hráskinkuna. Ristið furuhnetur og dreifið yfir í lokin. Gott er að bera salatið fram með balsamik gljáa.

Einfalt, fljótlegt og afar gott.

Verði ykkur að góðu!

Halla Lúthersdóttir

DEILA