Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hefur sent erindi til skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar og fer fram á að eign hans Andahvilft, Hvestu í Ketildölum í Arnarfirði, verði færð úr skráningunni sumarhús í íbúðarhús. Andahvilft er íbúðarhús sem reist var 1903 en síðar skráð sem sumarhús. Húsið hefur nýlega verið endurbyggt að fullu.
„Þar er nú vatnsból með rennandi vatni, rotþró og varmadæla heldur húsinu heitu allt árið. Ég nota það allt árið um kring, enda get ég unnið þaðan heimafrá þar sem í húsinu er kominn ljósleiðari.“
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að orðið verði við erindinu.