Fyrsta bikarmót vetrarsins í skíðagöngu fór fram í Hlíðafjalli á Akureyri um síðustu helgi. Frá Skíðafélagi Ísfirðingar fóru 5 krakkar ásamt þjálfara og farastjóra. Verður ekki annað sagt en að Ísfirðingarnir hafi gert gott mót.
Á föstudeginum var keppt í sprettgöngu með frjálsi aðferð Dagný Emma Kristinsdóttir frá SFÍ sigraði í stúlknaflokki 13-14 ára , og í drengjaflokki sigraði Eyþór Freyr Árnason SFÍ 13-14 ára.
Grétar Smári Samúelsson SFÍ sigraði í drengjaflokki 15-16 ára, og Sveinbjörn Orri Heimisson SFÍ varð í 3 .sæti 17 ára og eldri.
Á laugardeginum var keppt í hefðbundni aðferð 13-14 ára gengu 3,5 km og þar sigraði Dagný Emma Kristinsdóttir SFÍ og Eyþór Freyr Árnason varð í 2.sæti.
15-16 ára gengu 5 km og þar sigraði Grétar Smári Samúelsson.
17 ára og eldri gengu 2×5 km og í flokki 17-18 karla varð Ástmar Helgi Kristinsson SFÍ í 2.sæti, og í 19-20 ára karla varð Sveinbjörn Orri Heimisson í 3.sæti.
Á sunnudeginum var gengið með frjálsri aðferð, sömu vegalendir og á laugardegi. Í aldursflokki 13-14 ára stúlkna sigraði Dagný Emma og Eyþór Freyr í drengja. Grétar Smári sigraði í 15-16 ára flokki. Ástmar Helgi varð í 2.sæti í 17-18 ára og Sveinbjörn Orri í 2.sæti 19-20 ára.