Sérstakt niðurgreiðslukerfi á innanlandsflugi sem er byggt á skoskri fyrirmynd var innleitt í september 2020.
Kerfið sem nefnist Loftbrú, veitti íbúum landsbyggðarinnar 40% afslátt af miðaverði á þrem flugleggjum til og frá Reykjavík á árinu 2020. Frá og með 1. janúar 2021 hafa notendum átt kost á að fá afslátt af sex flugleggjum ár hvert.
Einn hópur hefur sérstöðu og um hann gildir undantekning frá reglunni um að eiga lögheimili á landsbyggðinni. Börn sem eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu en eiga foreldra eða forráðamenn sem hafa búsetu á landsbyggðinni munu einnig eiga rétt á Loftbrú.
Samkvæmt meðfylhjandi súluriti eru konur í meirihluta notenda.
Vegna heimsfaraldurs Covid, sem hafði áhrif á fjölda farþega með innanlandsflugi, varð á nýting á niðurgreiðslukerfi Loftbrúar minni en áætlanir gerðu ráð fyrir en heildarkostnaður nam um 75,4 m.kr árið 2020.