Knattspyrna: Jón Þór hættur hjá Vestra

Jón Þór Hauksson hefur samið við ÍA um að taka við þjálfun liðsins. Jón Þór óskaði sjálfur eftir því að fá losna undan samning. Vestri og ÍA náðu samkomulagi sín á milli og mun Jón Þór því láta strax af störfum.

Jón Þór stýrði Vestra frá miðjum júlí á síðustu leiktíð er liðið hafnaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar og komst í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Hann tekur nú við á Akranesi af Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem ráðinn var á dögunum sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.

Vestri er nú að leita að þjálfara til að taka við liðinu og vonandi að það ráðist á næstu dögum hver tekur við.

DEILA