Hornstrandastofa hlaut nýverið útsaumaða mynd til varðveislu. Myndina saumaði Sigríður Jakobsdóttir í Reykjafirði handa foreldrum sínum í kringum 1940.
Dætur Sigríðar (úr Furufirði á Hornströndum) færðu starfsfólki Hornstrandastofu myndina undir lok síðasta árs. Myndin prýðir nú eldhúskrók í gestastofunni.
Hornstrandarstofa er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og sýning um Hornstrandir, staðsett á Silfurgötu 1 á Ísafirði. Hornstrandastofa er opin á virkum dögum frá kl. 13 til 15.