Níu smit greindust í Vestfjörðum í gær. Þar af voru 7 á Patreksfirði. Eitt smit var á Ísafirði og annað á Bíldudal. Virk smit í fjórðungnum eru þá 61, langflest á Patreksfirði eða 43. Tvö smit eru á Bíldudal og eitt á Tálknafirði. Á Reykhólum er eitt smit en ekkert í Strandasýslu. Á Þingeyri eru 2 smit, einnig tvö í Bolungavík og Súðavík en 8 á Ísafirði.
Faraldurnn hefur valdið erfiðleikum á Patreksfirði og hafa smitin teygt sig inn leik- og grunnskóla á Patreksfirði og nú í dag er tilkynnt að afgreiðsla Ráðhús Vesturbyggðar verði lokuð dagna 24. janúar til og með 26. janúar vegna einangrunar og sóttkvíar starfsfólks. Símsvörun verður með óbreyttum hætti.
Alls greindust 1296 smit á landinu í gær. Fjörtíu eru á sjúkrahúsi, þar af fjórir á gjörgæslu.
https://www.ruv.is/kveikur/covid/