Skólahald á Patreksfirði fellur niður fram yfir áramót vegna Covid-19

Vegna fjölda smita innan Patreks­skóla undan­farnar vikur hefur aðgerð­ar­stjórn almanna­varna á Vest­fjörðum tekið ákvörðun um að fella niður skóla­hald í Patreks­skóla þar til eftir jólafrí. Ákvörð­unin er tekin til að fyrir­byggja frekari útbreiðslu á Covid-19. Sömu­leiðis fellur niður kennsla í Tónlista­skóla Vest­ur­byggðar á Patreks­firði.

Vesturbyggð hvetur alla íbúa til að gæta vel að persónulegum sóttvörnum. Einnig er því beint áfram til íbúa að fara sérstaklega varlega og draga úr öllu samneyti nema brýna nauðsyn beri til. Þeir aðilar sem hyggjast standa fyrir viðburðum í næstu viku eru hvattir til að að fresta þeim, til að koma í veg fyrir að hópsmitið muni teygja sig inn í jólahátíðina.

Samtals eru nú 29 í einangrun á Vestfjörðum og 99 í sóttkví flestir á sunnanverðum Vestfjörðum.

DEILA