Ísafjarðarprestakall: Breytt helgihald um hátíðarnar

Vegna almennra sóttvarnarráðstafana er öllu helgihald í kirkjum prestakallsins um hátíðirnar aflýst.

Þess í stað munu prestarnir í Ísafjarðarprestakalli sameinast í guðsþjónustu í Ísafjarðarkirkju á jóladag sem verður streymt á Viðburðarstofu Vestfjarða kl 14.

Tekið verður hlýlega á móti öllum sem koma til guðsþjónustu að undangengnu hraðprófi.

Hraðpróf verða í boði kl 10-11 á á aðfangadag á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Þó er fyrst og fremst um streymisviðburð að ræða og gert til að stefna sem fæstum saman yfir hátíðirnar.

DEILA