GLEÐILEGA HÁTÍÐ VESTFIRÐINGAR OG AÐRIR LANDSMENN

Safnahúsið Ísafirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fréttavefurinn Bæjarins besta sendir lesendum sínum, auglýsendum og öllum velunnurum besta jóla- og nýárskveðjur með góðum óskum um gott og farsælt komandi ár.

Árið hefur að mörgu leyti verið Vestfirðingum í meginatriðum farsælt til lands og sjávar. Mikilvæg framfaramál hafa mjakast áfram í rétta átt og íbúum hefur fjölgað. Nú sér fyrir endann á vegagerð um Gufudalssveit og von er á útboði fyrir nýjan veg á undeildustu vegarköflunum. Laxeldi í sjókvíum heldur áfram að eflast í vestfirskum fjörðum og framleiðslan hefur vaxið hröðum skrefum, þótt enn séu hindranir í uppbyggingu eldisins í Ísafjarðardjúpi. Hafinn er undirbúningur að nýrri kalkþörungaverksmiðju í Súðavík með útboði á hafnaraðstöðu.

Kórónafaraldurinn hefur haft mikil áhrif á mannlíf á Vestfjörðum sem annars staðar á landinu. Hefur sú glíma reynt töluvert á þolrifin og mun enn um sinn verða stigin. Vonin um endalok faraldursins með tilkomu bóluefnis reyndist full snemmbær en nú má greina merki þess að draga sé úr hættunni jafnframt því sem unnið er að framleiðslu betri bóluefna.

Fréttavakt verður á Bæjarins besta um hátíðisdagana og fréttir fluttar eftir atvikum.

Með hátíðarkveðjum

ritstjórn Bæjarins besta

DEILA