Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir varaþingmaður Pírata tók í fyrradag sæti á Alþingi í forföllum Björns Leví Gunnarssonar (Reykjavík suður). Gunnhildur stundar nú nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum í umhverfisfræðum.
Gunnhildur stundaði í fyrra nám við Lýðskólann á Flateyri.
Hún er fædd í maí 2002 og er yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi, aðeins 19 ára gömul.