Fyrrum nemandi Lýðskólans á Flateyri sest á þing

Gunnhildur undirritar drengskaparheitið að stjórnarskránni. Mynd: visir.is

Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir varaþingmaður Pírata tók í fyrradag sæti á Alþingi í forföllum Björns Leví Gunnarssonar (Reykjavík suður). Gunn­hild­ur stund­ar nú nám við Har­vard-há­skóla í Bandaríkjunum í um­hverf­is­fræðum.

Gunnhildur stundaði í fyrra nám við Lýðskólann á Flateyri.

Hún er fædd í maí 2002 og er yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi, aðeins 19 ára gömul. 

DEILA