Fjögur ný covid19 smit greindust á Vestfjörðum í gær. Þau voru á Drangsnesi, Ísafirði, í Súðavík og Bolungavík. Alls eru þá 34 virk smit í fjórðungnum.
Flest eru þau sem fyrr á Þingeyri eða 14 talsins. Á Ísafirði eru 5 smit og einnig á Patreksfirði. Þrjú smit eru á Hólmavík og í Bolungavík. Loks eru tvö smit á Drangsnesi og önnur tvö í Súðavík.
Þingeyri er í 2. sæti á landinu á nýgengislista síðustu 14 daga og Drangsnes er í 6. sæti.
Í gær greindust 744 smit. Liðlega 5.500 manns eru í einangrun og 7.700 í sóttkví.