Eitt nýtt smit greindist í gær á Vestfjörðum. Það var á Drangsnesi samkvæmt covid-korti RUV. Áfram eru árján með virkt smit þar sem þeim fækkaði um eitt á Flateyri.
Á Þingeyri eru 13 smit, 2 á Flateyri og eitt á Patreksfirði, Hólmavík og Drangsnesi.
Þingeyri er áfram efst á 14 daga nýgengislistanum yfir landið. Patreksfjörður er fallinn út af listanum en Flateyri og Drangsnes eru meðal 10 efstu staðina.