Uppskrift vikunnar : risarækju spagettí/pasta

Þar sem sem góður vinur færir mér risarækjur/rækjur þá á ég margar góðar rækjuuppskriftir. Og auðvitað eiga rækjuuppskriftir alltaf við á Ísafirði.

Þessi klikkar ekki og er einföld og fljótleg. Þessa nota ég líka sem hálfgerða afgangauppskrift, ef ég á grænmeti á síðasta snúning eða svo sem hvað sem er skelli ég því bara með og þetta vekur yfirleitt lukku. Hef oft bætt við til dæmis beikoni eða skinku.

Enn og aftur um að gera að nýta ímyndunaraflið.

Innihald:

U.þ.b. 300 g risarækjur

U.þ.b.300 g spagettí eða hvaða pasta sem er

Góð buna ólífu olía (í pasta vatnið)

½ tsk salt

1 msk ólífu olía (til að steikja upp úr)

½ tsk pipar

Klípa salt

¼ tsk þurrkað chili krydd

½ tsk oreganó krydd

2 hvítlauksgeirar

Parmesan ostur

Ólífu olía

Fersk steinselja (má líka nota basil)

Aðferð:

  1. Sjóðið vatn með ólífu olíu og salti, þegar suðan er komin upp í bætið þá spagettínu/pastanu út í og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum.
  2. Kryddið risarækjurnar og steikið þær á pönnunni upp úr olíu, pressið hvítlauksgeirana út á pönnuna og bætið meira af olíu á pönnuna þegar rækjurnar eru nánast tilbúnar. Ef þið notið ímyndunaraflið þá setja grænmeti/kjötmeti hér líka.
  3. Bætið spagettíinu/pastanu á pönnuna og rífið fullt af parmesan osti yfir, magn fer algjörlega eftir smekk samt. Blandið öllu vel saman og setjið örlítið af ólífu olíu yfir ásamt ferskri steinselju.

Verði ykkur að góðu!

Halla Lúthersdóttir

DEILA