Fimmtudaginn 4. nóvember fór EPTA-píanókeppnin fram í Salnum í Kópavogi, en það er eins konar Íslandsmeistarakeppni fyrir nemendur í píanóleik. Fimm píanónemendur úr Tónlistarskóla Ísafjarðar tóku þátt í keppninni en þeir höfðu æft af kappi undir handleiðslu Beötu Joó.
Í frétt um keppnina á vefsíðu Tónlistarskóla Ísafjarðar segir að þau hafi öll staðið eins og hetjur og verið sjálfum sér og skólanum sínum til sóma.
Í flokki 10 ára og yngri varð Iðunn Óliversdóttir í öðru sæti, en Kolbeinn Hjörleifsson í þriðja sæti.
Aðrir keppendur frá Ísafirði voru Sædís Ylfa Þorvarðardóttir, Guðrún Hrafnhildur Steinþórsdóttir og Matilda Harriet Mäekalle.