Atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út innanlandsvog í samræmi við reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt.
Hlutverk hennar er að skilgreina þarfir og eftirspurn innanlandsmarkaðar eftir kindakjöti, m.a. með það að markmiði að álagsgreiðslur vegna gæðastýringar skiptist á þann hluta heildarframleiðslunnar sem ætluð er fyrir innanlandsmarkað.
Til grundvallar útreikningum á innanlandsvog liggja upplýsingar um sölu kindakjöts eftir skrokkhlutum síðastliðna 24 mánuði og spá um líklega söluþróun.
Innanlandsvog er birt í tvennu lagi, þ.e. annars vegar fyrir dilkakjöt og hins vegar fyrir kjöt af fullorðnu fé.
Áætluð heildarframleiðsla á dilkakjöti er 7.926 tonn og miðað við hana er útflutningsþörf alls 2.230 tonn.
Af fullorðnu er áætluð heildarframleiðslu 1.280 tonn og heildarútflutningsþörf 514