Hálfdán: 6 km löng jarðgöng

Í nýbirtri yfirlitsáætlun vegagerðarinnar um jarðgöng á Íslandi eru teknir 6 kostir til skoðunar á Vestfjörðum og 23 alls á landinu. Það voru þeir Gísli Eiríksson og Freyr Pálsson sem tóku greinargerðina saman og nutu við það verk aðstoðar nokkurra annarra starfsmanna Vegagerðarinnar.

Um fjallveginn Hálfdán milli Tálknafjarðar og Bíldudals er gert ráð fyrir 6 km löngum jarðgöngum sem myndu liggja nánast undir núverandi vegi. Þau yrðu í 180 m hæð Tálknafjarðarmegin og í 210 m hæð Bíldudalsmegin. Göngin myndu stytta veginn um 2,5 km.

Kaflinn um þessi göng er svohljóðandi í skýrslunni:

DEILA