Í Háskólasetri Vestfjarða er opin aðstaða fyrir alla nemendur sem stunda nám eða rannsóknir á háskólastigi á Vestfjörðum.
Sex háskólar á Íslandi bjóða upp á fjarnám af einhverju tagi, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri og Háskólinn á Bifröst.
Fjarnámið fer fram á mismunandi hátt, ýmist í gegnum fjarfundarbúnað eða á netinu.
Háskólasetrið býður fjarnemum upp á lestraraðstöðu, prentaðstöðu og þeir sem þurfa að sækja tíma í gegnum myndfundabúnað sækja þá í Háskólasetrinu.
Nemendur geta fengið lyklakort (gegn vægu tryggingagjaldi) þannig að þeir geti nýtt sér aðstöðuna hvenær sem hentar.
Þeir fjarnemar sem óska eftir að nýta sér aðstöðuna í Háskólasetrinu byrja á því að setja sig í samband við kennslustjóra eða móttökuritara.