Vestfirðir: Piff kvikmyndahátíð hefst í dag

Dagana 14. – 17. október, verður kvikmyndahátíðin The Pigeon International Film Festival (PIFF) haldin á norðanverðum Vestfjörðum. Sýndar verða 70 myndir á hátíðinni. Aðalsýningarstaður er Ísafjarðarbíó og verða sýndar myndir þar í 4 daga. Í Bolungarvík verða sýningar í 2 daga, og á Suðureyri og í Súðavík verða 2 sýningar.
Það verða sýndar 2 Íslenskar kvikmyndir, og 4 Íslenskar stuttmyndir á hátíðinni.
Það verður frítt í á sýningar í Bolungarvík, Súðavík og á Suðureyri. Hægt verður að kaupa passa á allar myndirnar á Ísafirði, eða kaupa staka miða á hverja sýningu fyrir sig.

Nokkrar íslenskar myndir taka þátt í hátíðinni. Þrjár íslenskar stuttmyndir hafa tengingu við Vestfirði, þar á meðal vinningsmynd úr Kvikmyndaskóla Íslands.

Fjölnir Már Baldursson, forsvarsmaður hátíðarinnar segir að sýnd verði ítölsk kvikmynd sem hefur verið að gera það mjög gott á kvikmyndahátíðum víða um heim. Það er ítalska kvikmyndin EST.

Það eru tveir á vegum þeirrar kvikmyndar sem munu koma á hátíðina, og líklega verða yfir 30 erlendir gestir á hátíðinni. það verður líka margir íslenskir kvikmyndagerðamenn á hátíðinni og mikið verður um að vera í bænum þessa helgi. Pólland verður í sviðsljósinu í ár, og verða sýndar yfir 20 myndir þaðan og margar alveg frábærar. Fræðslumyndir, teiknimyndir, stuttmyndir og fleira.
Sýnt verður beint frá verðlaunaafhendingunni í samvinnu með Viðburðarstofu Vestfjarða. Margir styrkja hátíðina og má þar nefna Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Snerpa, Húsið,Dokkan brugghús, Hamraborg, Jakob Valgeir, Nettó, Penninn og fleiri.

DEILA