Smitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað

Smitum af völdum Covid-19 hér á landi hefur fjölgað nokkuð undanfarið og þróun í ýmsum ríkjum  Evrópu þar sem fjölgun smita er enn hraðari og sjúkrahúsinnlögnum fjölgar ört, kallar á stöðumat hér.

Vitað er að bólusetning gegn veirunni veitir góða vörn og ver fólk fyrir alvarlegum veikindum. Um 76% landsmanna eru nú fullbólusett en til að fyrirbyggja hraðari útbreiðslu og mikil veikindi hér þarf að gera enn betur. Um 34.400 einstaklingar 12 ára og eldri eru óbólusettir.

Til að verja samfélagið gegn útbreiddu smiti og auknu álagi á heilbrigðiskerfið er mikilvægt að þeir sem ekki hafa þegar verið bólusettir þiggi slíkt boð. Þá skiptir einnig miklu máli að fólk þiggi örvunarbólusetningu sem stendur hún til boða samkvæmt ráðleggingum sóttvarnalæknis.

  • Um 76% landsmanna eru fullbólusett en 89% ef aðeins eru taldir 12 ára og eldri.
  • Bólusetningarhlutfallið er um 99% hjá þeim sem eru 70 ára og eldri en nokkru lægra hjá þeim sem yngri eru.
  • Bólusetning barna á aldrinum 12-15 ára hófst í ágúst. Tæp 64% hópsins eru fullbólusett.

Á Vestfjörðum eru nú 4 í einangrun og 2 í sóttkví.

DEILA